FFA merkti gönguleiðina upp á Súlur að nýju.

Dagana 18. og 20. júlí 2013 stikuðu félagar úr FFA gönguleiðina upp á Súlur að nýju. Félagið merkti þessa leið með stikum árið 1991, en þær stikur, svo og skiltin við Heimari-Hlífá, voru orðin mjög úr sér gengin.  Alls bættum við 63 nýmáluðum stikum í gönguleiðina, svo að hún er nú mjög auðrötuð. Þá lagfærðum við príluna suður og upp frá bílastæðinu við Heimari-Hlífá. Loks settum við ný skilti þ. 21. júlí 2013 á holtið innan við Heimari-Hlífá sem vísa veginn, annars vegar upp á Súlur og hins vegar fram í Lamba. Einnig var bætt við skilti neðan við réttina framan Heimari-Hlífár sem vísar veginn fram í Lamba. 
Þessi leið Ferðafélags Akureyrar upp á Súlur er mjög vinsæl og nú er komin mjög greinileg gata nær alla leið frá bílastæðinu upp á tind Ytri-Súlu. Þannig voru alls 17 bílar við Heimari-Hlífá síðdegis þ. 20. júlí og mikill fjöldi fólks á gönguleiðinni upp á Súlur, bæði Íslendingar og útlendingar. 
Gönguleiðanefnd FFA sá um að smíða stikurnar og skiltin og setja þessar merkingar upp. 
Ingvar Teitsson, formaður gönguleiðanefndar FFA.