- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Ferðakynning FFA 2025
Ferðaáætlun FFA 2025 verður kynnt í heild sinni í máli og myndum 27. mars kl. 20:00 í VMA. Barna- og fjölskylduferðir verða einnig kynntar auk hreyfiverkefna sumarsins.
Gestur kvöldsins verður Jónas Helgason sem kunnur er fyrir ferðir sínar til framandi landa og kallar hann erindi sitt "Ferðast til framandi landa".
Nokkrar útivistarverslanirnar verða með kynningu á sínum vörum.
Kaffi og kleinur í hléi.
Kynningin er í VMA og hefst kl. 20:00, gengið inn að vestan.
Allir velkomnir. Engin skráning.