Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.00
Roar Kvam, formaður ferðanefndar FFA, kynnir ferðir ársins í myndum og tali.
Haraldur Örn Ólafsson, pólfari m.m. verður með stórkostlega myndasýningu og frásögn um magnaðar ferðir sínar á Mont Blanc,
Kilimanjaro, Mont Everest og ekki síst, á Norðurpólinn.
Skíðaþjónustan og 66° Norður sýna útivistarvörur.
Aðgangseyrir kr 1.000 Kaffi og meðlæti innifalið.
Harald Örn þarf ekki að kynna en hann er einn af reyndustu fjallamönnum landsins, lögmaður að mennt og starfar við fagið á milli þess sem hann
kannar heimshornin sjö. Haraldur Örn er búinn að stunda fjalla- og ferðamennsku síðan á unglingsárum. Hann hefur ferðast um landið á
gönguskíðum, hjólum og á tveim jafnfljótum auk þess að hjóla Vatnajökul og er fyrsti Íslendingurinn til þess að ganga
á bæði Norðurpól og Suðurpól og einn af fáum mönnum í heiminum til að ganga bæði á pólana og sigra hæstu
fjöll hverrar heimsálfu en það hafa ekki margir í heiminum.