Ferðakynning FFA 2019

Ferðakynning félagsins fyrir árið 2019 var haldin 31. janúar s.l. í húsnæði VMA. Hana sóttu milli 60 og 70 manns. Örn Þór Emilsson kynnti ferðirnar í máli og myndum og að kynningu lokinni var boðið upp á kaffi og kleinur. Erindi kvöldsins flutti Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og fjallvegahlaupari og sagði frá áskorunum sínum í fjallvegahlaupum sem hann hefur stundað af kappi. Einnig fjallaði hann um gildi þess að fjallgöngumenn og fjallafarar valdi ekki tjóni á umhverfinu með umgengni sinni. Myndir: Grétar Grímsson