Barna- og fjölskylduferð: Á góðviðrisdegi í mars eða apríl

Á góðviðrisdegi í mars eða apríl

Upphafsstaður: Kjarnakot í Kjarnaskógi.
Fararstjórn: Hjörvar Jóhannesson, Ragnheiður og Sunna Ragnarsdóttir
Njótum vetrarins í Kjarnaskógi þar sem alltaf er gott veður, gerum snjókarla, rennum okkur og leikum saman. Stutt og þægileg ferð sem hentar öllum aldurshópum.
Mikilvægt er að mæta mjög vel klædd, með ljós, kakó og gott nesti.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 2 klst.
Þátttaka ókeypis