Af aðalfundi FFA 2025

Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar 2025 var haldinn 3. mars sl. Ársskýrsla stjórnar fyrir 2024 var lesin upp. Í henni var komið inn á helstu verkefni stjórnar og allra nefnda 2024.  Skýrsla stjórnar og allra nefnda félagsins verða birtar í tímariti FFA, Ferðum 2025, sem kemur út á næstunni.

Ársreikningar 2024 voru kynntir og samþykktir. Nefndarfólk í þeim 14 nefndum sem verða starfandi 2025-2026 var kynnt. Formaður var endurkjörinn. Breyting varð á stjórn FFA þar sem Sólveig Styrmisdóttir varamaður hætti og tók Þorvaldur Rafn Kristjánsson hennar sæti í varastjórn. Inn í aðalstjórn kom Gunnar Már Gunnarsson og bjóðum við hann velkominn. Í stjórn 2025 - 2026 sitja þá Þorgerður Sigurðardóttir formaður, Einar Hjartarson, Fjóla Kristín Helgadóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Þorbjörg Þorsteinsdóttir.  Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund. Varamenn eru Árni Gíslason og Þorvaldur Rafn Kristjánsson. Skoðunarmenn reikninga og skjalavörður voru einnig kosnir.

Endurnýjaðar upplýsingar um þetta allt koma inn á heimasíðu FFA við fyrsta tækifæri.