Fara í efni
Á toppnum 2017
22.06.2017
Á toppnum 2017
Náttúran við Eyjafjörð býður upp á mörg spennandi tækifæri til hollrar og skemmtilegrar útiveru. Í samstarfi við nokkrar stofnanir og fyrirtæki á Akureyri vill Ferðafélag Akureyrar gera sitt til að kynna Eyfirðingum og öðrum landsmönnum útivistarmöguleika svæðisins fyrir alla fjölskylduna. Þetta ætlum við að gera með m.a. með því að efna til átaks sem við köllum ,,Á toppnum", sem gengur út á að fara á fimm stöðvar sem tengjast gönguleiðum á svæðinu auk einnar stöðvar þar sem svara þarf einni almennri spurningu um ferðir á vegum FFA.
Á toppnum er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna. Skoðaðu bókina hér.
Ef þú ferð að lágmarki á fjórar stöðvar, svarar leyniorðunum rétt og gatar svarblaðið getur þú unnið flottar og nytsamlegar útivistarvörur. Ef þú hefur auk þess farið á allar sex stöðvarnar, svarað leyniorðunum rétt og gatað svarblaðið verður þér veitt viðurkenningarskjal og heiðurstitilinn ,,Þauli Eyjafjarðar".
Ferðin hefst á skrifstofu FFA, Strandgötu 23. Fáðu bókina hjá okkur, finndu fyrsta lykilorðið og byrjaðu leikinn!