6. september. Trippaskál, 1130 m.


Nú fer hver að verða síðastur að fara í ferð með FFA á þessu ári.
Næst síðasta ferð sumarsins verður farinn um næstu helg í Trippaskál.
Skráning fer fram á skrifstofu FFA, Strandgötu 23,
föstudaginn 5. september frá kl. 17:30 – 19.00 eða hér á síðunni.

Gengið á vit óskemmtilegra atburða sem gerðust haustið 1870 þegar 26 hross hröpuðu fram af hengiflugi. Gangan hefst á Öxnadalsheiði og er gengið upp með Grjótá og Vestmannadal upp í Trippaskál. Eftir að hafa skoðað þær menjar sem þarna eru enn, er haldið úr Trippaskál og á Hörgárdalsheiði og þaðan niður með Norðurá.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson
Frítt / kr. 1.000
Bróttför frá FFA kl. 8.00

Smellið hér að skoða myndir frá ferð sem farin var haustið 07.  

Frímann Guðmundsson var fararstjóri.