- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
21. apríl
Hólafjall, 862 m eða Hleiðargarðsfjall, 1024 m. Gönguferð
Ekið á einkabílum að Þormóðsstöðum í Sölvadal. Þaðan er gengið upp hlíðina á hrygg Hólafjalls og fylgt gömlum akveg sem lagður var inn á hálendið. Komið er til baka að Þormóðsstöðum. Sé gengið á Hleiðargarðsfjall er farið á fjallið frá Saurbæ og gengið upp fjallshrygginn þar til komið er á toppinn. Gott útsýni er yfir byggðina og út Eyjafjörðinn af báðum fjöllunum. Farin er sama leið til baka.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 8.00