- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 8 á einkabílum og rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir
Ekið að Miklagarði í Eyjafirði og bílum lagt þar. Gengið er fram Skjóldal sunnan megin Skjóldalsár og síðan farið meðfram Kambsá og upp í Kambskarð í 1000 m hæð. Áfram er haldið niður úr skarðinu í Þverárdal og síðan til norðurs út dalinn, niður með Þverá.
Leiðin er ómerkt og gróin, nokkuð um læki og suma þarf kannski að vaða, því er gott að hafa með sér vaðskó og göngustafi.
Að sögn Jónasar Kristjánssonar var þessi leið oft farin á Sturlungaöld og hét þá Skjálgdalsheiði hjá nánar hér um það hér: http://www.jonas.is/page/318/
Vegalengd: 22 km. Gönguhækkun: 860 m.
Verð: 11.500 / 13.500 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.