- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Gert er ráð fyrir að göngurnar taki 2 - 4 tíma, misjafnt eftir því hvert er farið.
22. júní. Jónsmessuferð á Miðvíkurhnjúk 560 m.
Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá veginum við Hrossagil efst í Víkurskarði. Af fjallinu blasir Eyjafjörðurinn við og fjöllin vestan hans. Þægileg ganga við flestra hæfi. Vegalengd alls 5 km. Gönguhækkun 270 m.
23. júní. Hraunsvatn
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Herdís Zophoníasdóttir.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bænum Hálsi og gengið þaðan upp að vatninu og umhverfið skoðað eftir aðstæðum. Til baka er gengið sömu leið niður að Hálsi. Vegalengd alls um 6 km. Gönguhækkun 270 m.
24. júní. Glerárdalur-Glerárstífla-hringleið
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bílastæði ofan við skotsvæðið á Glerárdal og gengið þaðan eftir stíg að Glerárstíflu og hún skoðuð. Farið yfir brúna á stíflunni og upp á Lambagötuna og eftir henni niður að gömlu göngubrúnni á Glerá og síðan að bílunum. Vegalengd 5-6 km. Gönguhækkun lítil.
25. júní. Miðvíkurfoss
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Farastjóri: Roar Kvam.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Miðvík á Svalbarðsströnd, gengið niður með ánni og síðan til suðurs í fjöru að Miðvíkurfossi sem er tilkomumikill þegar komið er að honum. Falin perla.