- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Gönguskíðaferð í Heiðarhús á Flateyjardal
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Einar Bjarki Sigurjónsson og Christina Finke
Verð: 12.500/9.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting í skála.
Gangan hefst við afleggjarann út á Flateyjardal rétt hjá bænum Þverá í Dalsmynni. Gengið sem leið liggur út í miðjan Flateyjardal en dalurinn er frábært skíðasvæði og mjög fallegur í vetrarbúningi. Gisting í Heiðarhúsum. Við göngum sömu leið til baka. Vegalengd um 17 km hvorn dag með meðalhækkun um 250 m. Hver og einn þarf að sjá um eigin búnað og nesti og sjá um flutning á því hvort heldur er í bakpoka eða púlku. ATH. Takmarkaður fjöldi.