- 11 stk.
- 20.05.2021
Fyrsta barna- og fjölskylduferð ársins var 19. maí kl. 17. Fyrirhugað var að fara í Naustaborgir en sökum framkvæmda þar þá var lítið að sjá. Því var farið að Kristnestjörn í Eyjafirði. Þrátt fyrir frekar kalsalegt veður þá mættu 14 börn með foreldrum sínum eða afa og ömmu. Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen sáu um að fræða börnin um fluglana sem sáust og benda þeim á áhugaverða fugla. Foreldrar og afar og ömmur voru ekki síður spennt. Jón og Sverrir voru með sérstaka sjónauka til að skoða fugla og þótti börnunum það spennandi. Mörg barnanna skráðu hjá sér hvaða fuglategundir þeir sáu. Við þökkum Jóni og Sverri fyrir skemmtilega ferð. Myndir Þorgerður Sigurðardóttir og Fjóla Kristín Helgadóttir..