- 16 stk.
- 18.05.2021
Ekið var með rútu austur í Mývatnssveit. Farið umhverfis vatnið og stoppað víða þar sem sást til fugla. Stoppað var við Álftabáru, Skútustaði, Höfða, Neslandavík og Vagnbrekku. Ekið um Víkurskarð og Svalbarðsströnd. Farið niður á Svalbarðseyri og stoppað við Tungutjörn. Síðan var ekið suður Eyjafjörð að Laugalandi, þar yfir að Hrafnagili og til Akureyrar. Ferðin var afar vel heppnuð og var met slegið í fjölda fuglategunda sem sáust í ferðinni eða alls 52 tegundir. Þátttakendur voru 15 með fararstjórum. Fararstjórar voru Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Myndirnar tóku Guðrún Eggertsdóttir og Margrét Kristín Jónsdóttir.