- 28 stk.
- 01.01.2022
Efnt var til afmælisraðgöngu hjá FFA í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Alls voru göngurnar fjórar. Fyrsti leggurinn var frá Akureyri yfir í Fnjóskadal, yfir Bíldsárskarð og leiddi Ólafur Kjartansson þá göngu. Önnur gangan var eftir Fnjóskadalnum og sú þriðja frá Fnjóskadal yfir í Bárðardal. Báðar þessar göngur leiddu þau Ósk Helgadóttir og Hermann R. Herbertsson. Síðasti leggurinn var frá Bárðardal yfir í Mývatnssveit og leiddi Ingvar Teitsson þá göngu. Góð þátttaka var í göngunum og veðrið hið besta. Einn þátttakandi fór alla fjóra leggina og hlaut viðurkenningu fyrir. Myndirnar tóku Birgit Schov og Þorgerður Sigurðardóttir.