- 12 stk.
- 11.07.2021
Ferð í Seldal með Árna Gíslasyni sem er frá Engimýri og þekkir vel til enda var mikil ánægja með hans leiðsögn í ferðinni. Gengið var frá Bakkaselsbrekku og eftir gönguslóðum niður að gamla Bakkaseli. Síðan var gengið eftir áreyrunum fram að hólmunum. Á leiðinni er margt áhugavert að sjá í þessum eyðidal og sagði Árni frá. Þegar komið er á flatann innan við brekkurnar opnast útsýni inn dalinn, ármótin og fram yfir Þorbjarnartungur.
Myndirnar tóku Árni Gísalason og Fjóla Kristín Helgadóttir.