- 70 stk.
- 14.07.2019
Sjötindaferð.
Góð skráning var í ferðina og leit út fyrir að um fimmtíu manns færu en veðurútlit dró aðreins úr en rúmlega fjörutíu lögðu af stað. Þoka var niður í hlíðar og útlit fyrir þokuferð en strax og komið var upp á Stórastall birti og var þá komið upp úr þokunni. Þetta var öflugur hópur, gekk ferðin vel og var tekið matarstopp upp við Kerlingarhaus. Þegar upp á Kerlingu kom skall á okkur rigning og þoka og endaði með skýfalli og var því stoppað stutt uppi. Fljótlega birti til og var hið besta veður. Best að láta myndirnar tala hvernig ferðin gekk út Hrygginn til Súlna. Fararstjórn og myndir Frímann Guðmundsson, Konráð Gunnarsson.