- 16 stk.
- 19.01.2019
Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðaferð um Hálsaskóg. Gott veður var og gott skíðafæri og hinn þægilegasta ganga um skóginn. Eina sem vantaði var fleira fólk. Myndasmiðir Ingvar og Frímann sem jafnframt var fararstjóri.
Hvernig byrjaði skógræktin í Hálsaskógi. Árið 1993 gerðu Davíð Guðmundsson og Sigríður Manasesdóttir, ábúendur og bændur í Glæsibæ, samning við Skógrækt ríkisins um nytjaskógrækt á 248 ha af jörðinni. Árið 2002 færðist samningurinn yfir til Norðurlandsskóga og var þá stækkaður samningsbundinn hluti jarðarinnar um 40 ha. Gróðursetning hófst 1992 og af fullum krafti 1993. Davíð og Sigríður gróðursettu sjálf allar plöntur og unnu þetta verk tvö saman. Hálsaskógur er stærsti hluti skógræktarinnar eða 236 ha. Langmest er af lerki í skóginum en einnig eru þar aspir, rauðgreni, hvítgreni, blágresisbreiðum, fura (nokkrar tegundir) birki og reyniviður.