- 55 stk.
- 15.07.2018
Kerling Sjö tinda ferð. Ekið var inn að Finnastöðum þar sem rúmlega þrjátíu manna hópur lagði af stað upp á Kerlingu. Veður var með ágætum 15 stiga hiti logn en skýjað. Þegar upp á Kerlingu kom vorum við kominn upp í skýin sem komu og fóru svo útsýnið var takmarkað þaðan en það átti eftir að batna. Gengið var niður af Kerlingunni í snjó og voru aðstæður hinar bestu. Búið var að sigra Kerlingu þá voru eftir Hverfandi, Þríklakkar, Bóndi, Stórikrummi, og svo Súlurnar syðri og nyrðri. Ekki vafðist það fyrir þessum hressa og samstíga hóp. Fararstjórar voru Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson. Myndir Róbert Daníel Jónsson og Frímann