- 45 stk.
- 31.07.2017
Falinn fjársjóður. Ókum upp í Herðubreiðarlindir eftir miklum þvottabrettum á leiðinn uppi eftir. Eftir stutt matarstopp var lagt af stað og tekin bein stefna norður fyrir Herðubreið og þaðan tekin nánast bein stefna á Bræðrafell alls voru þetta 17,9 km. Eins og upp er gefið, en á bakaleiðinni var farin stikaða leiðin og reyndist hún 21,5 km. Þetta er fullmikill munur og ekki rétt að segja að leiðin sé 18. Km. Og ekki fundum við að leiðin væri auðgengnari. Veðrið var sæmilegt þennan fyrsta dag. Daginn eftir var farið upp á Kollóttudyngju í hálfgerðu hrakviðri kalt og rigning en upp var farið, jarðföllin í Bræðrafelli skoðuð og svo var gengið alla leið á toppinn og gígurinn skoðaður. Á bakaleiðinni var ekki nema 30 m. skyggni komum að fellinu baka til þar sem hár og mikill gígur rís upp snarbrattur en þegar komið var hinum megin var hraunrás út úr gígnum sem hægt var að fara inn í. Síðan var farið upp á fellið sem er ólýsanlega fjölbreytt sorfið móberg hraunstapar gjár og kynjamyndir, síbreytilegt og betra að fara varlega. Líklega magnaðasta fell landsins. Enduðum á að skoða nálina sem einkennir fellið. Þótt veðrið væri leiðinlegt var þetta mögnuð ferð. Fararstjóri Frímann Guðmundsson.