- 22 stk.
- 06.03.2016
Laugardaginn 5. mars gengu sex manns frá golfskálanum í Lundsskógi að Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Gengum gegnum Lundsskóg í Þórðarstaðaskóg fram og til baka. Það kom fólki dálítið á óvart hvað það er mikið af brekkum á leiðinni. Göngufæri og veður var frábært og gekk ferðin vel. Þessi leið er rétt rúmir 14. km og voru allir ánægðir með daginn.
Fararstjóri Anke María Steinke. Myndir tók Kristín Björnsdóttir