- 9 stk.
- 03.12.2016
FFA efndi til gönguferðar á Draflastaðafjall laugardaginn 3. des. 2016. Veður var ágætt, hæg sunnan gola og hlýtt. Töluverður snjór var uppi á fjallinu en gott gangfæri. Við fundum 6 kindur sunnan í fjallinu og tókum þær með okkur í bakaleiðinni niður á Víkurskarð. Þátttakendur voru alls 4 að fararstjóra meðtöldum. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.