- 31 stk.
- 06.06.2016
Laugardaginn 4. júní 2016 fór sex mann hópur á vegum FFA í Þorvaldsdal. Ferðin hófst við Stærri-Ársskóg. Ekið var áleiðis að Hrafnagilsá. Vegurinn var frekar torfær og því var gengið nokkurn spöl að ánni. Ætlunin var að vaða yfir ána en hún var í foráttuvexti og óðu aðeins þrjú yfir og gengu að vatninu. Hin þrjú gengu upp með gilinu og skoðuðu fossana þar. Hópurinn sameinaðist svo á ný og gengið var í bílana. Steikjandi hiti og sól var inn í dalnum en þoka út við sjóinn.
Fararstjóri var Helga Guðnadóttir