- 11 stk.
- 20.03.2016
Eftir akstur til Grenivíkur var gengið af stað í ágætis veðri en sólarlausu en á bakaleiðinni var sólskin. Göngufæri var ágætt og eftir að komið var upp á flatann ofan við 500 m hæðarlínuna var stefnan tekin á hæðarbungu með steindröngum Grenjárdalsmegin þar sem útsýni var til Þröskuldsins og Kaldbaks þar sem mátti sjá snjótroðara grenvíkinga með skíðafólk. Þáttakendur í ferðinni voru 7 og tók gangan um þrjá og hálfa klst.
Fararstjóri var Grétar Grímsson sem einnig tók myndirnar