- 17 stk.
- 14.02.2016
Á vegum Ferðanefndar FFA var farið á skíðum á þorrablót í skálann Lamba á Glerárdal helgina 13.-14. feb. 2016. Frábært veður var þ. 13. feb. og nægur snjór á Glerárdal. Vélsleðamenn úr Björgunarsveitinni Súlum gerðu okkur þann greiða að ferja töluvert af vistum fram í skálann. Við vorum 4,5 klst. á leiðinni fram eftir og áttum ágætt kvöld við mat, drykk, söng og upplestur. Við héldum svo heimleiðis sunnudagsmorguninn 14. feb. en þá var þoka við skálann og nokkuð blindað. Þátttakendur voru alls sjö, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.