- 48 stk.
- 25.06.2015
Ferð á Múlakollu 20. Júní 2015.
Lagt af stað upp með Brimnesánni austan megin kl. 20:00. Uppgangan tók 3 klst og var að mestu á snjó. Smá þoka í byrjun en gengum fljótt upp úr henni. Glampandi sól og blíða áleiðinni. Þegar upp var komið var gengið að gamla endurvarpanum og dáðst að útsýninu yfir glæsilegan fjallahringinn. Síðan var gengið fram á Kolluna og beðið eftir sólsetrinu og nesti borðað á meðan. Niðurgangan tók um 1 klst og var þokan orðin þéttari niðri en milt og kyrrt veður. Þátttakendur 8 að fararstjóra meðtöldum sem var Helga Guðnadóttir.