- 19 stk.
- 30.05.2015
FFA efndi til göngu- og skíðaferðar upp í Reistarárskarð og á Flár laugardaginn 30. maí 2015. Gengið var frá réttinni við Freyjulund upp í Reistarárskarð og þaðan vestur yfir Flár að brún Þorvaldsdals. Þaðan var gengið á skíðunum suður Flár að brún Staðarskarðs. Loks var gengið norður í Sperðil og niður um Reistarárskarð til baka að bílunum. Gönguferðin tók 6 klst. og 30 mín.og alls voru gengnir um 19 km. Skíðafæri á fjallinu var gott og nægur snjór en þoka og éljagangur annað veifið. Þátttakendur voru alls 12, fararstjóri Frímann Guðmundsson, myndasmiður Ingvar Teitsson.