- 39 stk.
- 16.07.2015
FFA gönguvika 15.7.2015 - Kotárgil, Skagafirði.
Við mættum félagarnir, Konni G., Sigurgeir Sig. og ég Gunnar H. skráður fararstjóri, á Strandgötuna kl. 18.45.
Fólkið streymdi að, létt í spori. Ferðin var svolítið óviss vegna rigningar síðustu daga. Ég heilsaði fólkinu og sagði þeim frá óvissunni en það gerði ferðina bara meira spennandi. Það voru 23 sem röðuðu sér í bílana. Við héldum af stað stundvíslega kl. 19.00. Keyrt var yfir Öxnadalsheiðina og staðnæmst við gömlu brúna á Kotá. Áður enn haldið var inn í gilið sagði ég hópnum lítillega frá jarðsögunni sem er 10 -12 þúsund ára og bað menn að taka eftir götum í berginu sem eru steingerfingagöt eftir trjáboli. Gilið er frábært í alla staði með fossi innst.
Ferðin var ótrúlega skemmtileg við þurftum að hjálpast að við að lyfta og toga hvort annað yfir klettasnasir og stikla á steinum fyrir nef. Gulrótin hjá mér, var að allir ættu að sjá „fossinn“ og það dugði vel þó sumir væru á strigaskóm.
Ferðin var frábær og allir komust að fossinum og til bak aftur með góðri samvinnu og hjálpsemi. Allir voru hressir og kátir, þó margir væru svo lítið blautir.
Takk fyrir góða ferð.
Gunnar Halldórsson, fararstjóri.