- 38 stk.
- 26.07.2015
Ekki var nú fjölmennt í gönguna á Karlsárfjall en góðmennt. Farið var frá Karlsá og gengið upp með Brunná til að byrja með, þaðan upp Syðra-Set og eftir hryggnum alla leið á toppinn. Efst í fjallinu er mikill snjór sem gott var að ganga í. Dvöldum við dágóða stund á toppnum og átum nestið. Á niðurleiðinni fórum við Brunnárdal ýmist gangandi eða á rassinum. Vorum rúman 1 tíma niður að bíl. Veður og skyggni vonum framar og enginn úrkoma. Þakka ferðafélögum fyrir góðan dag á fjöllum. Myndir og fararstjórn Konráð Gunnarsson.