- 27 stk.
- 09.03.2015
Farið var á tveimur bílum og ekið upp á bílastæðið á Víkurskarði. Þaðan var lagt af stað á skíðum og gengið inn í Hrossadalinn skammt ofan við brúna og síðan lá leiðin að mestu í dalbotninum og á einstaka stað var opið niður í lækinn. Færi var frekar hart til að byrja með en fór batnadi og var ágætis skiðafæri uppi á dalnum. Töluverðiur vindstrekkingur var af suðri á móti okkur en fór minnkandi og sólin fór að skína. Gengið var á móts við Þórisstaðaskarð og þá til austurs þar til komið var á móts við Hamragil. Ferðin til baka gekk greiðlega undan vindi. Heildarvegalengd var 16,4 km og uppgöngutími var 2:45 klst og niðurleiðin um 1:30 klst.
Þáttakendur voru alls 7, fararstjóri var Grétar Grímsson og ljósmyndari Valur Magnússon