- 41 stk.
- 27.08.2015
Veður var nokkuð óvisst um morguninn, þokubakkar og skúraleiðingar. Lagt var af stað kl. 8 frá Strandgötu og ekið að Skarði í Dalsmynni. Ágætis veður var þegar gengið var af stað upp Skessuhrygginn og höfðum við ágætis útsýni yfir Skuggabjargaskóginn og Gæsadalinn. Þegar ofar var komið fóru þokuslæður að gera vart við sig og fljótlega komum við í þoku sem entist alla leiðina. Stoppað var við vörðuna og síðan haldið áfram á fannbreiðunni þar til komið var á hápunktinn, Grjótskálarhnjúkinn. Á niðurleiðinni fengum við vel útilátna rigningarskúr. Gengin vegalengd var um 14,5 km tók ferðin um 8 tíma. Þáttakendur í ferðinni voru alls 7, fararstjóri var Grétar Grímsson og ljósmyndir tóku Kristrún Linda Björnsdóttir og Grétar Grímsson.