- 1 stk.
- 06.04.2015
Ekki vorum við heppinn með veðrið í hinni árlegu ferð FFA frá Skíðastöðum til Þelamerkur. Lagt var af stað frá Skíðaskálanum um hálfellefu, þá gekk á með rigningu og hvessingi. En þetta átti bara eftir að versna. Ekki var neitt stopp og þegar yfir hálsinn kom gekk á með slíku hrakviðri að varla var stætt. En haldið var áfram og reyndum við að hafa vindinn í fangið til að minnka ferðina niður en lentum við þá helst til innarlega og svo var snjórinn nánast búinn þegar neðar dró. Síðustu kílómetrana var því gengið. En allt lagaðist þetta að stórum mun þegar við vorum búinn að vera góða stund í heita pottinum. Ég þakka hraustu samferðafólki fyrir ferðina, sem voru Hermína Gunnþórsdóttir, Arnar Snorrason, Anke Maria Steinke og Hörður Björnsson.