- 31 stk.
- 24.09.2014
Um kl 9 á sunnudagsmorgni var gengið af stað frá Draflastöðum áleiðis í Skuggabjargaskóg. Við sumarbústaðinn á Melum bættust nokkrir ferðalangar í hópinn ásamt hundinum Krumma. Logn var og bjart veður fyrir utan gosmóðuna frá Holuhrauni. Gengin var efri leiðin eftir vegslóðinni ofan við skógræktarreitina og var útsýni ágætt yfir skógræktasvæðið sem skartaði sínum fallegu haustlitum. Um hádegisbilið var komið að bæjarrústunum á Skuggabjörgum þar sem tekið var upp hádegisnestið. Eftir 4 tíma og korter var komið niður á bílastæðið á Laufási þar sem einn bíll var geymdur til að sækja bíla í Draflastaði. Gengin vegalengd mældist um 15 km og voru þáttakendur alls 16. Fararstjóri var Grétar Grímsson og ljósmyndarar voru Grétar Grímsson og Snjólaug Gestsdóttir