- 13 stk.
- 06.12.2014
Síðasta ferðin á áætlun Ferðanefndar FFA árið 2014 var farin á Draflastaðafjall laugardaginn 6. des. 2014. Ekið var upp á Víkurskarð og gengið þaðan norður úr skarðinu og upp á hæsta hnjúk Draflastaðafjalls (734 m). Töluverður lausasnjór var og þungt færi upp brekkurnar. Frá vörðunni efst á fjallinu var gott útsýni í allar áttir. Allhvasst var af suðvestri með skafrenningi uppi á háfjallinu en mun betra veður niðri í brekkunum. Við vorum 1 klst. og 20 mín. upp að vörðunni. Þátttakendur voru alls 8, að fararstjóra, Gunnari Halldórssyni meðtöldum. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.