- 33 stk.
- 15.11.2014
20141115 Hálshnjúkur
Lagt var af stað frá Efri Vöglum um kl. 10 í þurru veðri og var nokkur vindur af austri og hiti 5 stig. Gönguleiðin á fjallið var mikið til á snjólausri slóð en einstöku skaflar. Þegar komið var upp á hnjúkinn eftir 1 klukkustund og 20 mín. var vindur all hvass af austri og nokkur ský á ferð. Við sáum bæði til Fnjóskadals og yfir Dalsmynnið og á Draflastaðafjall þangað sem farið verður í næstu ferð.
Gangan niður af fjallinu var þægileg og vorum við komin kl. 12:10 að Efri Vöglum. Vegalengd upp á Hálshnjúkinn mældist 2,2 km. Fararstjóri var Grétar Grímsson, Myndir tóku Grétar, Frímann og Kristrún Linda.