- 40 stk.
- 20.07.2014
2014 Sjö tinda ferð
Lagt var af stað upp úr níu á hæsta fjall við byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). Og þaðan átti að ganga norður eftir tindunum Hverfanda, Þríklökkum, Bónda, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu og Ytrisúlu, síðan niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Veðurspáin var ekki of hagstæð það átti að verða lágskýað þegar liði á daginn. Á uppleiðinni lagðist þokan yfir topp Kerlingar og þegar upp var komið var svarta þoka og ekkert útsýni. Á niðurleiðinni missti ein úr hópnum fótanna í snarbrattri brekkunni niður af Kerlingu og þetta var á versta stað í farveg skriðu sem hafði fallið niður og stórir grjóthnullungar voru á ferð hennar niður. Allar ráðleggingar um að snúa sér voru gleymdar. Natalía rann niður með höfuðið á undan og lenti á hverju grjótinu á eftir öðru. Viðar Sigmarsson stökk eins og köttur á eftir henni og tókst að stöðva för hennar niður. Í fyrstu virtist hún rotuð en en svo reis hún upp og eftir skoðun reyndist hún nánast ómeidd aðeins nokkrar skrámur. Þarna fór betur en á horfðist. Síðan var haldið áfram en alltaf versnaði veðrið, brátt var komin helli rigning ofan á þokuna. En allt hafðist þetta hópurinn góður og samstilltur, enda voru við orðin fjögur sem aðstoðuðu. Einar Sigurjónsson fór fyrir hópnum vanur maður hafði farið 24 tindana tveim dögum áður og auk hans Viðar Sigmarsson Sigurlína Jónsdóttir og Frímann Guðmundsson. Frímann Guðmundsson tók myndirnar.