- 19 stk.
- 13.08.2014
Í ágætis gönguveðri var lagt af stað í gönguferð að Burstabrekkuvatni. Gengið var upp sunnan ár að mestu eftir véla eða bílaslóð. Ekki var langt upp í snjófannir í dældum og giljum en þegar komið var að vatninu var það að mestu undir snjó og ís nema innsti hlutinn þar sem áin rennur í vatnið. Eftir góðan nestistíma sunnan við vatnið var afráðið að ganga kring um vatnið (!) og var ú ganga nánast öll á snjó. Grjótstífla er við neðri enda vatnsins sem gerð var þegar sett var upp virkjun neðar í ánni. Lá nú leiðin yfir stífluna og síðan niður vegslóðina til baka.
Þáttakendur voru 9 talsins auk fararstjóra.
Fararstjóri og ljósmyndari : Grétar Grímsson