- 48 stk.
- 14.07.2014
20140712 Bangsahnjúkur Þverfjall Vatnsendahnjúkur. 19 manns auk fararstjóra gengu á Bangsahnjúk Þverfjall og Vatnsendahnjúk. Farið var úr Héðinsfirði og hófst gangan rétt við göngin. Héldum sem leið lá upp í Möðruvallaskál, með viðkomu í eyðibýlinu Grund. Er upp í skálina var komið gengum við á snjó alla leið upp í skarð. Áðum þar og nutum góða veðursins. Gengum á Bangsahnjúk að hluta í snjó, á tindinum var autt. Nutum þar útsýnis og kíktum í nestið.Niður af hnjúknum var gengið á auðu og langleiðina á Þverfjall. Á Þverfjalli var mikill snjór sem mjög gott var að ganga á. Af Þverfjalli gengum við á snjó yfir á Vatnsendahnjúk og þaðan nánast á snjó niður á jafnsléttu. Ferðina niður af hnjúknum fór mannskapurinn ýmist á rassinum gangandi eða á fótskriðu. Frábær ferð með hressu duglegu og jákvæðu fólki. Veðrið lék við okkur allann tímann sól og blíða. Myndasmiður og fararstjóri Konráð Gunnarsson.