- 46 stk.
- 14.07.2014
Fjölmennt var í gönguna upp að Hraunsvatni í fallegu kvöldveðri. Farið var frá Hálsi og genginn hefðbundin leið upp að vatni. Ætlunun var að vaða Hraunsána upp við ósinn en ekki treystu sér allir yfir, nokkrir létu sig hafa það. Hinir gengu til baka og fóru yfir á snjóbrú. Svo mikið var í ánni að hún rann ofan jarðar alla leið niður í Öxnadalsá. Gengum við norðan við vatnið upp í Drangabolla þaðan norður að Kisubrekku, niður undir Hraun þaðan var stefnan tekin að Hálsi. Stikluðum Hraunsána sem gekk vel með hjálp góðra ferðafélaga. Þetta var fjörlegur og duglegur hópur í þessari ferð, sjáumst aftur. Myndasmiður og Fararstjóri Konráð Gunnarsson.