- 178 stk.
- 22.06.2014
20140622 Húni 11 Þrjár eyjar
Ævintýrasigling með Húna II. Þrjár eyjar á sumarsólstöðum.
Hollvinir Húna II og Ferðafélag Akureyrar buðu upp á heimsókn í þrjár eyjar með fararstjóra og staðkunnum leiðsögumönnum.
Ferðin hófst við Torfunesbryggjuna þar sem farið var um borð í Húna 11. Síðan var siglt út Eyjafjörðinn með viðkomu á Hjalteyri þar sem léttabátur var tekin í tog sem átti að nota við köfun í Grímsey. Siglt var vesturfyrir Hrísey og út fyrir Hrólfsker. Þar var mikið fuglalíf og hvalir létu líka sjá sig. Áfram var haldið í Flatey. Þegar þangað var komið tók á móti okkur Ingvar Sveinbjörsson og byrjað á að ferja okkur í land, gekk síðan um eyna og fræddi okkur um sögu hennar, húsin, lífsbaráttuna og brottfar allra eyjaskeggja 1967 og margt fleira.
Síðan var siglt út á Grímseyjarsundið og fór þá báturinn að vagga með tilheyrandi afleiðingum, en áhöfnin á Húna var öll á hjólum í kringum okkur og reyndu eftir föngum að gera líðan ina betri. Til Grímseyjar var komið laust eftir kl. tvö um nóttina. Þar tók á móti okkur höfðinginn Gylfi Gunnarson ný kominn af balli og átti ekki eftir að gera það endasleppt.
Dagur tvö: Gylfi var mættur moguninn eftir, nú átti að fara í göngu um Grímsey. Byrjað var á því að fara í fiskvinnsluhús sem Gylfi á og þar er unninn saltfiskur. Síðan var haldið norður eyna og Gengið yfir Norður heimskautsbauginn og haldið áfram meðfram brún bjargsins og endað í þorpinu. Seinna um daginn sigldi Gylfi síðan með okkur kringum eyna í bát sínum Þorleifi. Um kvoldið var svo farið í mat á Kríunni og sungið og skemmt sér. Frábær dagur. Dagur þrjú; Á sunnudeginum var síðan siglt heim með viðkomu í Hrísey. Þar fórum við enn í skemmtilega göngu með undir stjórn Lindu Ásgeirsdóttur leiðsögumanns. Frábær ferð sem vonandi verður endurtekinn. Myndir, Frímann Guðmundsson.