- 35 stk.
- 10.05.2014
20140510 Kálfsvatn
Lagt var af stað frá Strandgötu 23 húsi Ferðafélags Akureyrar kl. 8 laugardaginn 10. maí 2014. Fyrirhugað var að aka til Siglufjarðar og ganga út að Kálfsvatni í samnefndum dal. Um kl. 9 var bílnum lagt við enda flugbrautar í Siglufirði. Gengið var út ströndina að austan um Neðri Skúta, skoðaðar voru rústir síldarverksmiðjunnar en þann 12. apríl 1919 féll gríðarlegt snjóflóð af brúnum Staðarhólshnjúks og Hestskarðshnjúks niður Skollaskál nærri 1000 metrar á breidd og gjöreyddi mannvirkjum Evangersbræðra, húsum og bryggjum. Níu manns biðu bana í snjóflóðinu. Haldið var svo áfram um Staðarhólsströnd að vitanum á Selvíkurnefi og upp Kálfsdalinn að Kálfsvatni sem var undir snjó eins og búast mátti við. Eftir stutt stopp var svo haldið til baka. Myndir, frásögn og fararstjórn Frímann Guðmundsson.