- 24 stk.
- 30.03.2014
Kveðjuferð Lambi 2
Konráð Gunnarsson og Frímann Guðmundsson fóru ferð sem endaði inn í Lamba. Í upphafi átti þetta að vera könnunarferð um hvernig væri að fara á skíðum meðfram Glerá alveg ofaní í gilinu. Þetta reyndist verða topp ferð eins ólik fyrri ferðinni til að kveðja Lamba eins og hugsast gat.
Nú skein sól á heiðum himni en í fyrri ferðinni hafði verið rok á móti og skafrenningu svo ekki sá út úr augum. Farið var frá Hálöndum í Hlíðarfjalli og beint inn dalinn og smá saman niður í gilið. Við vorum ekki nema 2.5 tíma inneftir og rúmann klukkutíma til baka. Sett hér inn til gamans. FG