- 19 stk.
- 16.02.2014
FFA efndi til þorrablótsferðar í Fjallaborg á Mývatnsfjöllum helgina 15. - 16. febrúar 2014. Ekið var á einkabílum austur undir Vegasveina á Mývatnsfjöllum og gengið þaðan á skíðum suður í skálann Fjallaborg sunnan Stóru-Rauðku, um 8,5 km sunnan vegar. Skíðafæri var ágætt og nægur snjór og sólskin lengst af á laugardeginum. Við skoðuðum umhverfi Fjallaborgar og héldum ágætt þorrablót í skálanum um kvöldið. Daginn eftir var gengið sömu leið norður í bílana. Þá var vestan éljagangur. Eftir kaffidrykkju í Jarðböðunum við Mývatn var ekið til Akureyrar. Þátttakendur alls 9, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.