- 16 stk.
- 21.06.2011
Það var ekki stór hópur sem treysti sér í göngu á Vaðlaheiði til að líta augum skúlptúrverk. Listaverkin þrjú sem Ferðafélag Akureyrar skipuleggur að skoða í þessari viku eru eftir Ástralska listamanninn Andrew Rogers þau eru unnin úr grjóti og hafa mismunandi form og útlit en mynda tákn og form sem endurspegla og eiga rætur sínar í náttúru, menningu og sögu þess staðar þar sem þau eru sett upp. Hugmynd listamannsins er sú að verkin verði jákvæð tákn um líf og endurnýjun. Listaverkið á Vaðlaheiði hefur skýrskotun í heiðnar rúnir og merkir Núið. Akureyri varð fyrir valinu á Íslandi en alls er fyrirhugað að reisa verk í 12 löndum. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.