- 32 stk.
- 13.02.2011
Ekið var upp á stæðið sem Kaldbaksferðir nota. Lagt var af stað um kl. 13 og gengið upp Grenjárdal í góðu færi upp á þröskuld. Færið breyttist þegar haldið var niður Trölladal komið harðfenni og tók vel í lærin að halda hæfilegum hraða.
Ekki var hægt að taka kaffipásu strax þar sem vélsleðamenn yfirtóku bestu staðina í spyrnukeppni og okkar ferðamáti er að njóta kyrrðar og náttúru en ekki mengun og hávaða, en neðar í dalnum fundum við okkur friðsælan stað til að hvílast og drekka. Gekk niðurferðin að mestu vel þrátt fyrir nokkrar byltur nema í einni byltunni snéri Hildur sig ílla en hélt þó áfram.
Þegar í Gil kom var slegið upp þorrablóti og mikið étið eftir erfiðan dag. Ekki er nú hægt að hrósa hitanum á Gili þrátt fyrir fína kamínu en hitinn fór allur út í staðinn fyrir inn.
Daginn eftir var haldið út Leirdalsheiðina og gekk heimferðin vel en látum myndirnar tala sínu máli.
Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson