- 22 stk.
- 27.03.2011
FFA efndi til skíðaferðar norður Fljótsheiði frá hringvegi 1 að Hafralæk í Aðaldal þ. 26. mars 2011. Við gengum norður háheiðina í suðvestan golu og léttskýjuðu veðri. Skíðfæri var gott en norðantil þurfti að þræða lænur. Við komum að mastrinu á Háamel og á Fjallshnjúk ofan við Ytra-Fjall í Aðaldal. Norðan við Fjallshnjúk fórum við niður í Aðaldalinn og norður vestan Hafralækjar að brúnni hjá hitaveitunni vestan skólans á Hafralæk. Leiðin var 21 km, útivistin tók sex klst. Þátttakendur voru 13, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.