- 34 stk.
- 22.06.2011
Sumarsólstöðugangan var á Múlakollu þetta árið eins og oft áður. Þegar lagt var af stað var heiðskírt og fallegt veður en svalt í lofti eins og verið hefur allan mánuðinn. Þegar út í Arnarneshrepp kom sást bakki til hafs og smá skýaslæður til fjalla. Ekið var í gegnum Ólafsfjarðargöng, beygt upp á gamla Múlaveginn og lagt af stað frá Brimnesánni. Bjart var í fyrstu til fjalla en fljótlega fór þokan að læðast að og í miðri hlíð vorum vil kominn í svarta þoku. En áfram var haldi og það glaðnaði heldur yfir hópnum þegar við gengum upp úr þokunni rétt áður en við komum á toppinn. Fararstjóri var Konráð Gunnarsson hann og Frímann tóku myndirnar.