- 12 stk.
- 26.02.2011
Farið var af stað í Lambagöngu þótt veðurútlit væri ekki gott. Þegar upp á dal kom var hvass vindur niður dalinn. Skíðafærið var ekki afleitt en vindurinn tók vel í og annað slagið gerði dimm él. En áfram var haldið þótt ferðin hraðinn frameftir væri lítill. Í einu gilinu var stoppað og fengin sér smá hressing voru hengjur í gilinu fyrir ofan okkur sem hrundu niður en með snarræði varð ekkert undir nema skíðin. Þegar við vorum komnir inn undir Lambá gerði dimmt él og var þá snúið við. Fararstjóri var Stefán Stefánsson og myndasmiður Frímann Guðmundsson