- 12 stk.
- 21.06.2011
Það var ekki stór hópur sem lagði af stað frá Ferðafélagi Akureyrar á fjall Eyjafjarðar, Kaldbak í þetta sinn. Mikill snjór er enn nánast alveg niður að sjó. Ferðin upp gekk vel og var haldið vel áfram því austan gola var og hiti varla meiri en 2-3 stig. Þegar upp í 1000 m var komið vorum við komin upp í skýin og útsýnið eftir því. En áfram var haldið í norðan, austan eða vestan byl allt eftir duttlungum kára gamla en loks blasti við stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914. Kaldbakur er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ekki veitti af í þetta sinn því útsýnið var ekkert. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Grétar og Frímann tóku myndirnar.