- 11 stk.
- 05.07.2011
Hlíðarfjall.
Gangan hófst við Fjarkann í Skíðastöðum og gengið upp veginn upp í Strýtu, þar var stoppað stutta stund og fólk fékk sér hressingu. Mikill snjór er í fjallinu og troðningurinn sem liggur upp fjallið var meira og minna á kafi í snjó. Þetta var hress hópur og upp að vörðu var komið um 10:30. Veður var eins og best verður á kosið hlýtt og stafalogn og útsýni til allra átta.